Sérblaðið Sjálfbær rekstur fylgdi með Fréttablaðinu í dag. Í blaðinu er rætt við Evu Margréti Ævarsdóttur lögmann, sem leiðir þjónustu LEX á sviði sjálfbærni og UFS-ráðgjafar. Hún talar um áhrifin af innrás Rússa í Úkraínu og hvernig margar af afleiðingum átakanna í Úkraínu geti flokkast sem sjálfbærniáhætta sem muni líklega hafa áhrif á sjálfbærnivinnu fyrirtækja… Read more »
Month: mars 2022
María Kristjánsdóttir nýr meðeigandi G.H. Sigurgeirsson
María Kristjánsdóttir hefur undirritað samning við LEX um að gerast meðeigandi LEX að G.H. Sigurgeirsson ehf. LEX keypti G.H. Sigurgeirsson árið 2018 og frá þeim tíma hefur María spilað lykilhlutverk í rekstri félagsins sem hefur gengið mjög vel. Frá upphafi árs 2021 hefur María verið framkvæmdastjóri félagsins. G.H. Sigurgeirsson er dótturfélag LEX, sem veitir alhliða… Read more »
Kristín Edwald nýr stjórnarformaður LEX
Á aðalfundi LEX sem haldin var þann 18. mars s.l. var kosin ný stjórn LEX. Guðmundur Ingvi Sigurðsson sem setið hefur í stjórn LEX frá árinu 2014 og þar af sem formaður frá árinu 2019 ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og í hans stað var kosin Óskar Sigurðsson. Nýja stjórn… Read more »
Máli ÁTVR gegn Sante vísað frá
Þann 18. mars sl. vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá málum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) gegn Sante ehf., Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni. Gerði ÁTVR þær dómkröfur að hinum stefndu yrði gert að láta af þátttöku í smásölu áfengis í vefverslun og að viðurkennd yrði bótaskylda stefndu vegna tjóns sem stefndi hefði beðið vegna þáttöku þeirra… Read more »
LEX metið sem leiðandi fyrirtæki hjá Chambers
Chambers and Partners hefur metið leiðandi lögmannsstofur í flestum löndum í yfir 20 ár. Út er komið mat þeirra fyrir árið 2022, bæði fyrir Evrópu og á alþjóðavísu og er LEX metið sem leiðandi fyrirtæki eða „Leading Firm“ á Íslandi. Mat Chambers and Partners lýtur að flokkunum Corporate/Commercial og Dispute Resolution bæði fyrir Evrópu og… Read more »
LEX í gullflokki hjá WTR
Þær Erla S. Árnadóttir eigandi á LEX og María Kristjánsdóttir, fulltrúi, sem einnig er framkvæmdarstjóri GH Sigurgeirsson IP – dótturfyrirtækis LEX, eru lofaðar fyrir störf sín á sviði á sviði vörumerkjaréttar í 2022 útgáfunni af World Trademark Review (WTR 1000). LEX er þar talið eitt af þeim bestu þegar kemur að alhliða þjónustu í vörumerkjarétti…. Read more »
Recent Comments