Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX skrifaði grein í Viðskiptamoggann í dag um rammasamninga, sem eru ein leið til að bjóða út margvísleg innkaup opinberra aðila samtímis. Við gerð einstakra samninga um vörur, verka eða þjónustu á grundvelli rammasamnings er óheimilt að gera verulegar breytingar á skilmálum hans. Þó getur verið heimilt að… Read more »
Month: febrúar 2021
Beiting í raun
Í Viðskiptamogganum í dag birtist grein eftir Birgi Má Björnsson, lögmann og eiganda á LEX, þar sem hann fjallar um stöðu launakrafna yfirmanna við gjaldþrotaskipti vinnuveitanda og túlkun dómstóla á skilyrðinu um stjórn daglegs rekstrar.
Fyrirtaks umsögn um LEX hjá WTR
LEX hlýtur fyrirtaks umsögn í 2021 útgáfu World Trademark Review (WTR) og er hrósað fyrir áreiðanleika, mikla fagmennsku og skilvirka stjórnun. Þá fá þær Erla S. Árnadóttir, Hulda Árnadóttir og María Kristjánsdóttir mikið lof fyrir sín störf. Umsögn WTR er eftirfarandi: „The “reliable, highly professional and efficiently managed” LEX Law Offices has been setting the… Read more »
Samrunaeftirlit – betur má ef duga skal.
María Kristjánsdóttir lögmaður á LEX skrifaði grein í Viðskiptablaðið í dag ásamt Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS. Í greininni er minnst á mikilvægi virkrar samkeppni fyrir skilvirkt atvinnulíf og hagsmuni neytenda. Farið er yfir hlutverk Samkeppnieftirlitsins sem hefur eftirlit með því að samrunar fyrirtækja séu ekki skaðlegir samkeppni. Málsmeðferðartími Samkeppniseftirlitsins í samrunamálum hefur lengi verið… Read more »
Síldarvinnslan stefnir á skráningu í Kauphöll
Stjórn Síldarvinnslunnar hefur ákveðið að hefja undirbúning á skráningu hlutabréfa félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans til að hafa umsjón með verkefninu. Þá munu LEX lögmannsstofa og endurskoðendafyrirtækið EY sjá um gerð áreiðanleikakannana. Þetta kom fram í tilkynningu á vef fyrirtækisins í dag.
LEX á UTmessunni
Dagana 1. – 6. febrúar er UTmessan 2021 haldin í rafheimum. LEX er með rafrænan bás á messunni sem má heimsækja hér. Í dag á milli 12 og 14 mun LEX yfirtaka Instagram UTmessunnar og hvetjum við ykkur til að fylgjast með. Lögmenn LEX eru á meðal fremstu sérfræðinga landsins á sviði persónuverndar, hugverka-, fjarskipta-… Read more »
(H)ljómandi vörumerki
María Kristjánsdóttir, lögmaður á LEX og framkvæmdastjóri GH Sigurgeirsson IP – dótturfyrirtækis LEX, ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún fjallar um hljóðmerki. Hljóðmerki er ein af þeim tegundum óhefðbundinna vörumerkja sem nú er mögulegt að skrá í íslenska vörumerkjaskrá eftir breytingar á vörumerkjalögum sem tóku gildi 1. september 2020.
Recent Comments