Month: apríl 2020

Brúarlán og umboðssvik

Kristín Edwald, eigandi á LEX skrifar grein í vefútgáfu Viðskiptablaðsins í dag þar sem hún fjallar um ríkisábyrgð á hluta svokallaðra brúarlána fjármálafyrirtækja til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna efnahagsáhrifa heimsfaraldursins sem nú geisar og víðtæka skilgreiningu dómstóla á refsiverðri háttsemi banka eftir fjármálahrunið 2008.

Smitrakningaröpp og Persónuvernd

Lena Mjöll Markusdóttir skrifar grein á Vísi í dag þar sem hún fjallar um smitrakningaröpp í samhengi við persónuvernd. Slík öpp geta eðli máls samkvæmt falið í sér söfnun og notkun persónuupplýsinga. Þann 19. mars sl. tilkynnti Evrópska persónuverndarráðið að persónuverndarreglur á borð við almennu persónuverndarreglugerð ESB girði ekki fyrir að ráðist sé í slíkar… Read more »

Legal500 – LEX metið í hæsta gæðaflokki

Foss

Matsfyrirtækið Legal 500 greinir árlega lögmannsstofur á heimsvísu með ítarlegri rannsóknarvinnu til þess að hafa ávallt áreiðanlegar upplýsingar um stöðu mála á sviði lögfræði og lögmennsku í heiminum. Í ár var LEX metið í hæsta gæðaflokki (Tier 1) í öllum þeim níu flokkum sem metnir eru, eina íslenska lögmannsstofan sem náði hæsta mati í öllum… Read more »

Vörumerki á veirutímum

María Kristjánsdóttir, lögmaður á LEX er með áhugaverða grein í Markaðnum – fylgiblaði Fréttablaðsins í dag. Í greininni gerir hún að umtalsefni þau áhrif sem COVID-19 heimsfaraldurinn er að hafa á vörumerkjaumsóknir víða um heim, en fjöldi umsókna um vörumerki sem innihalda orðin COVID-19, pandemic og Corona Virus hefur verið lagður fram.

Viðhöldum hringferð fjármagns

LEX Lögmannsstofa

Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri LEX, skrifaði grein í Viðskiptablaðið í gær þar sem hann fjallar um fyrirsjáanlega efnahagskreppu í kjölfar COVID-19 veirunnar sem stafar einkum af því að hringekja fjármagns hefur nær stöðvast og það stóra verkefni sem framundan er í efnahagsmálum.

Lögfræðilegar áskoranir vegna veirufaraldurs

Foss

Arnar Þór Stefánsson skrifaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fjallar um lögfræðilegar áskoranir vegna veirufaraldurs. Veltir hann því upp að varla hafi menn haft í huga þegar ýmis grundvallarlög um verslun og viðskipti voru samin að slíkur heimsfaraldur sem nú geisar gæti brotist út. Það verður því áhugavert verkefni sem bíður dómsstóla… Read more »

Greiðslustöðvun – mikilvægt lagaúrræði á óvissutímum

Grein eftir Þórhall Bergmann, eiganda á LEX, birtist í dag í Markaðnum – fylgiriti Fréttablaðsins. Þórhallur fjallar þar um greiðslustöðvun, en það er úrræði skuldara, sem á í verulegum fjárhagsörðugleikum, til að koma nýrri skipan á fjármál sín. Við þær aðstæður sem eru nú í samfélaginu verða mörg fyrirtæki fyrir tekjuskerðingu og getur þetta úrræði,… Read more »