Month: nóvember 2019

Samspil íslenskrar persónuverndarlöggjafar og heilbrigðis- og lyfjalöggjafar

Foss

Erla S. Árnadóttir, eigandi, og fulltrúarnir María Kristjánsdóttir og Lena Markusdóttir birtu nú í nóvember leiðbeinandi yfirlit um samspil íslenskrar persónuverndarlöggjafar og heilbrigðis- og lyfjalöggjafar í OneTrust DataGuidance gagnagrunninum. Yfirlitið má nálgast hér.

Héraðsdómur staðfestir úrskurð Óbyggðanefndar

Í máli sem íslenska ríkið höfðaði gegn umbjóðendum LEX, hefur Héraðsdómur Vesturlands staðfest úrskurð Óbyggðanefndar umbjóðendum LEX í hag. Í málinu krafðist íslenska ríkið þess að felldur yrði úr gildi úrskurður óbyggðanefndar í málinu 4/2014; Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull, að því leyti sem hann varðar Arnarvatnsheiði og sameignarland Kalmanstungu I og II. Þá krafðist íslenska… Read more »

Arðgreiðsla móðurfélags á grundvelli hlutdeildartekna talin lögmæt

Landsréttur kvað þann 8. nóvember s.l. upp dóm í máli sem Birgir Már Björnsson lögmaður á LEX flutti f.h. International Seafood Holdings S.á.r.l. gegn íslenska ríkinu. Í málinu var þess krafist að felldur yrði úr gildi úrskurður ríkisskattstjóra sem héraðsdómur hafði staðfest. Málið varðaði það hvort arðgreiðsla móðurfélags af óráðstöfuðu eigin fé sem myndast hafði… Read more »